Fréttir‎ > ‎

Borðtennisæfingabúðir UMSE og Umf. Samherja

posted Nov 25, 2014, 3:02 PM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
Um næstu helgi stendur Borðtennisnefnd UMSE fyrir æfingabúðum í borðtennis í samstarfi við Umf. Samherja.
Kennari í æfingabúðunum kemur frá Borðtennissambandi Íslands. Einnig verður aðili frá Pingpong.is með í för og ætlar að vera með hluta af vöruúrvalinu sínu meðferðis.
Æfingabúðirnar fara fram á Hrafnagili og verða í þremur lotum.  Fyrsta lotan er milli kl. 9:00 og 12:00 á laugardaginn 29. nóv. og önnur milli kl.14:00 og 17:00 þann dag.  Þriðja lotan verður svo frá kl. 9:00 til 12:00 á sunnudaginn 30. nóv. Klukkan 13:00 hefst síðan opið borðtennismót.


Það eru ekki aldurstakmörk í æfingabúðirnar og þær eru iðkendum að kostnaðarlausu.  Það er frjálst að mæta í eina lotu eða fleiri eftir því hvað hverjum hentar og hvaða tíma hann hefur. Mótsgjöld í borðtennismótinu eru 500 krónur fyrir hvern þátttakanda.


Nýtum nú tækifærið, yngri sem eldri, og fjölmennum um næstu helgi.

Nánari upplýsingar veita Sigurður Eiríksson og Starri Heiðmarsson í Borðtennisnefnd UMSE.
Comments