HM í Brús 2024

Hjörleifur og Jón vinna Gullkambinn!

Að kveldi föstudagsins 19. apríl stóð Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður fyrir hinu árlega heimsmeistaramóti í Brús á Rimum. Upphaflega hafði staðið til að halda mótið í mars en sökum óveðurs og ófærðar var því frestað. 

Alls tóku 8 lið þátt í mótinu en því til viðbótar voru æfingabúðir ungra og upprennandi spilara á einu borði. 

Eftir nokkuð harða og fjöruga keppni voru það þeir Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson og Jón Hreinsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar og hlutu Gullkambinn eftirsótta að launum. Þær Soffía Hreinsdóttir og Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir urðu í öðru sæti og þeir Þór Ingvason og Daði Þórsson í þriðja sæti. 

Meðfylgjandi mynd af verðlaunahöfum tók Einar Hafliðason.