Fréttir‎ > ‎

Góður árangur á knattspyrnumóti UMSE

posted Sep 20, 2017, 1:56 PM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
Knattspyrnumót UMSE fór fram á knattspyrnuvellinum við Hrafnagil miðvikudaginn 6. september síðastliðinn. Um 20 þátttakendur frá Umf. Þorsteini Svörfuði tóku þátt, frá 5. flokki og upp í 17-18 ára flokk. 
Skemmst er frá því að segja að allir stóðu sig með stakri prýði og spilaðist vel úr mótinu innan vallar sem utan, sigurgangan var töluverð :)
Íþróttanefnd þakkar kærlega fyrir skemmtilegt knattspyrnusumar. 

Meðfylgjandi er mynd af sáttum og sælum liðsmönnum Umf. Þorsteins Svörfuðar í 5. flokki. 

Comments