Fréttir‎ > ‎

Knattspyrnumót UMSE fer fram í dag, 2. september

posted Sep 2, 2015, 4:48 AM by Umf. Þorsteinn Svörfuður   [ updated Sep 2, 2015, 4:52 AM ]
Knattspyrnumót UMSE fer fram í dag á Hrafnagili.
Mótið hefst stundvíslega kl. 17:00.
 
Aðalmarkmið mótsins er að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér :-)
Keppt er í 5 manna bolta í 8., 7. og 6. flokki en 7 manna bolta í 5., 4. og 3. flokki.
Stelpur og strákar spila saman í blönduðum liðum.

Innifalið í þátttöku á mótinu er þátttökupeningur fyrir 6., 7. og 8. flokk, auk þess sem allir þátttakendur fá
pizzusneið, Svala og frítt í sund. ATH ! Börn yngri en 10 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum í sundi.
Pizzurnar verða á svæðinu á milli kl. 18 & 19 og geta allir keypt sér sneið og Svala á 300 kr. - Á meðan að birgðir endast...
 
Þorsteinn Svörfuður sendir lið til keppni í 6. flokki og sameiginleg lið með Umf. Reyni í 4. og 5. flokki.
Comments