Fréttir‎ > ‎

Þorsteinn Svörfuður í bikarúrslit

posted Jul 30, 2014, 2:37 AM by Umf. Þorsteinn Svörfuður   [ updated Jul 30, 2014, 2:37 AM ]
Að kvöldi 24. júlí fór Kjarnafæðisbikarkeppnin fram í Boganum. Níu lið tóku þátt og urðu úrslit sem hér segir:
 
Leikur um sæti í 8-liða úrslitum
KS-Móði                                                          1-1 (4-3 e. vítakeppni)
 
8-liða úrslit
Mjöður-Vesalingarnir                                     0-1
Fc. Mývetningur-Neptúnus                             1-0
Fc. Úlfarnir 010-Umf. Þorsteinn Svörfuður     1-1  (1-3 e. vítakeppni)
Æskan-KS                                                        2-1
 
4-liða úrslit
Vesalingarnir-Umf. Þorsteinn Svörfuður       0-0 (1-2 e. vítakeppni)     
Fc. Mývetningur-Æskan                                 2-1
 
Úrslit
Fc. Mývetningur-Umf. Þorsteinn Svörfuður   6-0
 
Á kdn.is segir:
Leikið var um Kjarnafæðisbikarinn í kvöld. Til úrslita léku lið U.M.F. Þorsteins Svörfuðar gegn Fc. Mývetningi. Framan af var um hörkuleik að ræða, Mývetningur komst í 1-0 en þegar þeir skoruðu sitt annað mark þá gáfust leikmenn Þorsteins Svörfuðar upp og þegar leiktíminn var allur höfðu Mývetningar bætt við nokkrum mörkum en leikurinn endaði 6-0.
 
__
Liðsmenn Umf. Þ.Sv. sýndu mikla baráttu og flotta frammistöðu í bikarkeppninni og komust nokkuð óvænt í úrslit, svona í ljósi þess að liðið hefur ekki unnið leik í deildinni í sumar. Þegar leið á úrslitaleikinn sást að bensínið var búið á tanknum og því fór sem fór, en Mývetningur hefur unnið alla leiki sína í sumar og því var ljóst að við ramman reip væri að draga. Þrátt fyrir allt, flottur árangur og skemmtilegt kvöld.
 
Þorsteinn Svörfuður á eftir að spila þrjá leiki í utandeildinni í sumar, 14. ágúst, 21. ágúst og 28. ágúst.
Nánari umfjöllun um gang mála í utandeildinni má sjá á vef deildarinnar, kdn.is
Comments