Fréttir‎ > ‎

Úrslit brúsmóts 2018

posted Dec 27, 2018, 4:08 PM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
Hið árlega brúsmót Umf. Þ.Sv. fór fram á Rimum að kveldi 27. desember, á 97 ára afmælisdegi ungmennafélagsins. 
Að þessu sinni var spilað á 6 borðum og var hart tekist á. Aðstæður voru nokkuð strembnar enda gólfið í litla salnum afar illa farið eftir nýlegan vatnsleka. Það er önnur saga og leiðinlegri.

Úrslit mótsins urðu sem hér segir:
1. sæti Jóla-Guðleifur    70 stig  (Hjörleifur og Guðni)
2. sæti Jósi                   66 stig  (Siddi og Jóhann)
3. sæti Guðmar            65 stig   (Gréta og Gauja)
Klórningaverðlaun   DE   3 klórningar  (Daði og Eiður)

Meðfylgjandi er mynd af verðlaunahöfum kvöldsins. 

Stjórn Umf. Þorsteins Svörfuðar þakkar brússpilurum kærlega fyrir þátttökuna. 
Comments