Fréttir‎ > ‎

Utandeild KDN

posted Aug 15, 2013, 3:36 AM by Umf. Þorsteinn Svörfuður   [ updated Aug 16, 2013, 6:29 AM ]
Þorsteinn Svörfuður hefur í sumar tekið þátt í utandeild knattspyrnudómarafélags norðurlands, KDN, líkt og í fyrra. Um er að ræða 7 manna bolta og hafa leikirnir verið spilaðir í Boganum á Akureyri á fimmtudagskvöldum. Stór hópur sem æft hefur með Þorsteini Svörfuði í sumar hefur tekið þátt. Fyrsti sigur sumarsins kom í hús í gærkvöldi þegar Þorsteinn Svörfuður sigraði lið XXL með 8 mörkum gegn 2. Ekki seinna vænna, enda aðeins einn leikur eftir af tímabilinu. Hann verður spilaður fimmtudagskvöldið 22. ágúst kl. 21:00.
Comments