Fréttir‎ > ‎

Vel heppnað bingó á Rimum

posted Mar 15, 2015, 1:08 PM by Umf. Þorsteinn Svörfuður   [ updated Mar 15, 2015, 1:08 PM ]
Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður hélt bingó í fjáröflunarskyni á Rimum sunnudaginn 15. mars. Bingóið átti upphaflega að fara fram laugardaginn 14. mars en fresta varð bingóinu vegna veðurs. Stjórn ungmennafélagsins vill koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu aðila á Eyjafjarðarsvæðinu sem styrktu okkur um bingóvinning og hjálpuðu til að gera þennan viðburð að veruleika, fjórða árið í röð. Yfir 50 manns komu og spiluðu bingó og höfðu (vonandi) flestir gaman af.


Comments