Fréttir‎ > ‎

Vel heppnað knattspyrnumót UMSE á Hrafnagili

posted Oct 16, 2016, 4:54 PM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
Umf. Þorsteinn Svörfuður tók þátt í hraðmóti UMSE í knattspyrnu sem haldið var á Hrafnagili. 
Lið frá Umf. Þorsteini Svörfuði tók þátt í keppni í 5. flokki og tefldi auk þess fram sameiginlegu liði með Ungmennafélaginu Smára í 3. flokki. Skemmst er frá því að segja að liðin unnu sína flokka. Allir þátttakendur á mótinu fengu þátttökuverðlaun.
Keppnin gekk vel fyrir sig og fóru allir keppendur sælir heim eftir góðan dag. 
Meðfylgjandi er liðsmynd af 5. flokki. Comments