Liðið Atgeir heimsmeistari í Brús 2023

Heimsmeistaramótið í Brús 2023 fór fram í félagsheimilinu Rimum að kveldi 24. mars. Spilað var á 5 borðum og var afar hart barist - og mikið um klór, uppbeiðsli og voganir. 

Eftir mikla baráttu stóð liðið Atgeir á endanum uppi sem sigurvegari með 78 stig. Kaupfélag Þingeyinga varð í öðru sæti og Guðmar í þriðja sæti. Liðið Deó hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir flestar klórningar, en liðið var klórað þrisvar sinnum.

Meðfylgjandi eru myndir sem Einar Hafliðason og Sólveig Lilja Sigurðardóttir tóku við þetta tækifæri.