Vel heppnuð þrettándabrenna við Tungurétt
Þrettándabrenna 2023
Á þrettándakvöldi, föstudagskvöldið 6. janúar, fór fram glæsileg þrettándabrenna Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar við Tungurétt í Svarfaðardal. Ekki hafði verið haldin brenna við Tungurétt frá því fyrir kóvid-faraldurinn, eða síðan í janúar 2020, og var þar af leiðandi nóg framboð af brennuefni.
Brennan fór vel fram í alla staði, enda veðuraðstæður og færi eins og best var á kosið. Brennunefnd Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar annaðist uppsetningu og íkveikju bálkösts en Björgunarsveitin á Dalvík hafði umsjón með veglegri flugeldasýningu.