Vel heppnuð afmælisveisla á Rimum
Þann 27. desember 2021 varð Umf. Þ.Sv. 100 ára. Nokkuð lengi hafði staðið til að halda upp á afmælið en COVID-19 hömlur og fleiri þættir settu strik í reikninginn. Loksins tókst þó að blása til veislu og var öllum íbúum sveitarfélagsins, félagsmönnum ungmennafélagsins og velunnurum boðið. Laugardaginn 21. ágúst var sem sagt haldið upp á 100 ára afmælið í félagsheimilinu Rimum. Um 100 manns komu og gæddu sér á afmæliskaffi sem kvenfélagskonur í kvenfélaginu Tilraun reiddu fram. Þá fluttu þau Margrét Guðmundsdóttir og Þórarinn Hjartarson fræðandi erindi þar sem tæpt var á ýmsu merkilegu tengt sögu félagsins. Við þetta tækifæri færði Gísli Bjarnason, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, ungmennafélaginu 100.000 kr. að gjöf frá Dalvíkurbyggð.
Stjórn félagsins þakkar afmælisgestunum fyrir komuna og fyrir allar gjafir og heillaóskir sem borist hafa í tilefni afmælisins. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem blaðamenn Norðurslóðar tóku í afmælisveislunni.