Lokasprikl vetrarins

Spriklið komið í sumarfrí

Eftir langan og strangan vetur fór síðasta íþróttaspriklið fram á Rimum fimmtudagskvöldið 2. maí.

Eftir spennandi krullu-keppni gæddu spriklarar sér á veitingum og enduðu svo með stuttu gufubaði.

Jóna Heiða stýrði spriklinu af mikilli röggsemi líkt og mörg undanfarin ár. 

Stefnt er á að hefja spriklið að nýju um miðjan október. Eins og áður eru æfingarnar ókeypis, í boði ungmennafélagsins. 

Á meðfylgjandi mynd virðir Ingimar á Skeiði fyrir sér veisluborðið.