Knattspyrnumót UMSE og Bústólpa á Hrafnagili


Þann 7. september fór fram knattspyrnumót UMSE og Bústólpa á fótboltavellinum við Hrafnagil í Eyjafirði. Fjögur aðildarfélög UMSE sendu lið til keppni á mótinu; Umf. Svarfdæla, Umf. Samherjar, Umf. Smárinn og Umf. Þ.Sv. Spilaður var fimm manna bolti í 3.-7. flokki.

Umf. Þorsteinn Svörfuður sendi lið til leiks í 3. flokki en í þeim flokki voru einungis tvö lið, annað frá Þ.Sv. og hitt frá Umf. Svarfdæla. Spilaðir voru tveir leikir. Þ.Sv. vann fyrri leikinn stórt en fyrir seinni leikinn urðu tveir sterkir leikmenn liðsins frá að hverfa til að mæta á fótboltaæfingu hjá KA og voru þá aðeins 4 leikmenn eftir í liðinu. Seinni leikurinn tapaðist því svipað stórt og sá fyrri hafði unnist. Heilt yfir tókst mótið vel og fjöldi þátttakenda skemmti sér vel í góðum aðstæðum og ágætu veðri.