JóSi sigurvegari Brúsmóts 2023

Brúsmót Umf. Þorsteins Svörfuðar 2023

Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður fagnaði 102 ára afmæli sínu þann 27. desember 2023 með brúsmóti á Rimum.

Spilað var á fjórum borðum og var mikið líf og fjör í spilamennskunni, bæði hjá reyndum og óreyndum spilurum. Þökkum við öllum kærlega fyrir komuna. 

Leikar fóru þannig að liðið JóSi stóð uppi sem öruggur sigurvegari, liðið JE varð í öðru sæti og Team Guðleifur i þriðja sæti. 

Liðið "Þetta var nú ekki svo gott" fékk sérstök klórningarverðlaun. 


Meðfylgjandi myndir tók Sólveig Lilja Sigurðardóttir.