Afmælisrit í bígerð

Vinnsla afmælisrits langt komin

Þann 27. desember 2021 varð Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður 100 ára. Af þessu tilefni voru þau Margrét Guðmundsdóttir og Þórarinn Hjartarson frá Tjörn fengin til að taka saman ýmsan fróðleik úr sögu félagsins í afmælisrit. Af nógu er að taka enda var starf félagsins afar blómlegt langt fram eftir 20. öldinni. Meðal annars gaf félagið út handskrifað tímarit, Árblik, í rúma þrjá áratugi, frá 1922 til 1954. 

Styrkir hafa fengist frá Dalvíkurbyggð, KEA og UMSE vegna fyrirhugaðrar útgáfu en vonir standa til að afmælisritið komi út síðar á þessu ári.