Team Guðleifur sigurvegari brúsmóts 2024

Umf. Þorsteinn Svörfuður hélt sitt árlega brúsmót á Rimum að kveldi afmælisdags félagsins, 27. desember sl. - en félagið var stofnað á þeim degi árið 1921. 

Mótið var fámennt en góðmennt og sáust afar flott tilþrif í spilamennskunni. 

Úrslit urðu þau að Team Guðleifur, skipað Hjörleifi Helga Sveinbjarnarsyni og Guðna Berg Einarssyni, bar sigur úr býtum með 87 stig, liðið Smyrillinn, skipað Brynjólfi Mána Sveinssyni og Jörva Blæ Traustasyni, varð í öðru sæti með 72 stig og liðið 484D, skipað þeim Jóhanni Ólafi Sveinbjarnarsyni og Fannari Sigurbjörnssyni varð í þriðja sæti með 68 stig. 

Umf. Þorsteinn Svörfuður mun standa fyrir heimsmeistaramótinu í Brús í lok mars. Við hvetjum sem flesta til að dusta rykið af brúsreglunum og æfa sig til að geta tekið þátt þar. 

Meðfylgjandi eru myndir af þátttakendum.