HM í Brús 2025
Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður stendur fyrir hinu árlega heimsmeistaramóti í Brús á Rimum föstudagskvöldið 4. apríl 2025.
Húsið opnar kl. 20:00. Að venju verður spilað um hinn glæsilega Gullkamb.
Við hvetjum alla til að dusta rykið af spilastokknum og rifja upp Brúsreglurnar - eða hreinlega læra spilið ef það er ykkur ókunnugt!
Til upprifjunar eru reglurnar í grófum dráttum: Tveir og tveir spila saman, spilað er með 36 spil (tvistar, þristar, fjarkar og fimmur eru teknar burt). Stig (prik) eru merkt í svokallaðan kamb, ná þarf 5 prikum til að vinna kambinn (hægt að fá fleiri).
Ná þarf 5 slögum til að vinna hvert spil og fyrir það fæst 1 prik í kambinn, takist öðru liðinu að ná 5 slögum áður en hitt liðið fær slag fæst aukaprik (jönun). Í upphafi hvers spils skal sá á hægri hönd þess sem gefur gera við stokkinn. Ef upp koma laufagosinn eða hjartakóngurinn er talað um beiðsli og þá fær hitt liðið prik í kambinn.
Hægt er að voga undir andstæðingana með hjartakónginum. Hjartakóngurinn er þá settur út (vogað hringinn - undir báða ef sá sem setur út er í forhönd en vogað undir einn þegar sá sem setur út er í bakhönd) - og vogunin snýst um það hvort andstæðingarnir séu með laufagosann á hendi eða ekki. Séu þeir með laufagosann drepa þeir kónginn og drepa þar með vogunina. Fyrir það fást 2-3 prik (fer eftir því hvort drepið er þegar vogað er hringinn eða vogað undir einn). Séu þeir hins vegar ekki með laufagosann fær liðið sem vogaði 1-2 prik í kambinn (fer eftir því hvort vogað var hringinn eða vogað undir einn). Sá sem vogar með hjartakónginum má ekki vera með laufagosann á hendi, hann þarf því að sýna spilin þegar hann vogar þannig að andstæðingarnir sjái að hann sé ekki með laufagosann. Ekki má voga í fyrsta hring spilsins og ekki í þeim síðasta, þá má ekki voga þegar liðið er komið "á ránna", þ.e. þegar það er komið með 4 prik í kambinn.
Spilagildin í Brús eru þessi (önnur spil eru verðlaus, ef öll spil sem sett eru út eru verðlaus fær sá sem fyrstur setti út slaginn):