Vel heppnuð þrettándabrenna við Tungurétt
Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður hélt sína árlegu þrettándabrennu við Tungurétt í Svarfaðardal laugardagskvöldið 4. janúar 2025.
Aðstæður voru eins og best verður á kosið, frost, snjóföl, hægur vindur og úrkomulaust. Fjölmenni sótti brennuna, sem brennunefnd Umf. Þ.Sv. hafði umsjón með. Venju samkvæmt sá Björgunarsveitin á Dalvík um flugeldasýningu.