Ný ljós og nýtt tjald á Rimum

Þorrablótsgestir vel upp-lýstir. 

Hið árlega þorrablót Svarfdælinga var haldið í félagsheimilinu Rimum laugardagskvöldið 1. febrúar sl. Hátt í 290 manns mættu til blótsins og fór skemmtunin vel fram. 

Blótið er haldið í nafni Umf. Þ.Sv. en árlega er skipuð þorrablótsnefnd sem sér um undirbúning, skipulagningu og framkvæmd. Fyrir blótið tók Umf. Þ.Sv., ásamt kvenfélaginu Tilraun og Dalvíkurbyggð, þátt í að kaupa ljósabúnað sem mun nýtast félagsheimilinu Rimum við ýmis tækifæri. Ljósin voru notuð í fyrsta sinn á þorrablótinu, þannig að þeir sem stigu á stokk sáust í alveg nýju ljósi. Áður hafði ungmennafélagið gefið félagsheimilinu Rimum nýtt rafdrifið 3x3 metra skjávarpatjald, en að hluta til voru kaupin á ljósunum og skjávarpatjaldinu fjármögnuð með tekjuafgangi af síðustu þorrablótum.

Það er von stjórnar Umf. Þ.Sv. að þessi búnaðir muni nýtast húsinu um ókomna tíð.