Umf. Þorsteinn Svörfuður stóð fyrir hinu árlega heimsmeistaramóti í Brús á Rimum föstudagskvöldið 4. apríl. Heimsmeistaramótið hefur löngum verið hluti af menningarhátíðinni Svarfdælskur mars - en mars getur auðveldlega verið í apríl eins og dæmin sanna.
Hart var tekist á á mótinu eins og venjulega. Átta pör börðust um sigur en eftir ellefu umferðir og nokkrar klórningar varð niðurstaðan þessi:
sæti Rauðir pennar (Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson og Guðni Berg Einarsson) 77 stig
sæti Lísbet (Halldóra Lísbet Friðriksdóttir og Ketill Hólm Freysson) 63 stig
sæti Klaufi og kóngsdóttir (Jón Hreinsson og Snjólaug Valdimarsdóttir) 62 stig. Þau voru jafnframt klóruð tvisvar, sem dugði til að hljóta klórningarverðlaunin.
Á meðfylgjandi myndum má sjá einbeitta spilara og sigurvegara kvöldsins.