Fótboltamót UMSE á Hrafnagili

Mót 5. september 2023

Þann 5. september fór hið árlega knattspyrnumót UMSE fram á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Um 130 þátttakendur tóku þátt í mótinu en alls tóku fimm félög þátt. Það voru Umf. Samherjar, Umf. Svarfdæla, Umf. Smárinn, Umf. Þorsteinn Svörfuður og Magni Grenivík. 

Umf. Þorsteinn Svörfuður átti alls 14 þátttakendur á mótinu í 5. og 6. flokki. Öll stóðu þau sig með stakri prýði. Meðfylgjandi myndir tók Guðrún Magnúsdóttir.