JóSi sigurvegari brúsmóts 2022

Úrslit brúsmóts Umf. Þ.Sv. 27. desember 2022

Að kveldi þriðja í jólum, á afmælisdegi ungmennafélagsins, fór fram Brúsmót á Rimum.

Mótið var fámennt en góðmennt og sýndu margir sterkustu brússpilarar svæðisins allar sínar bestu hliðar.

Loks fór það svo að liðið JóSi sigraði með nokkuð afgerandi hætti en liðið náði 70 stigum. Þeir félagar voru vitaskuld kampakátir með bikarinn eins og sjá má.