Knattspyrnumót UMSE var haldið á Hrafnagili fimmtudaginn 4. september, fyrir 4.-8. flokk. Aðalmarkmið mótsins er að allir sem vilja geti mætt og skemmt sér saman í fótbolta - í sönnum ungmennafélagsanda. Rúmlega 100 þátttakendur frá fimm félögum mættu til leiks, en það voru Umf. Samherjar, Umf. Smárinn, Umf. Þorsteinn Svörfuður, Umf. Æskan og Magni Grenivík.
Umf. Þorsteinn Svörfuður sendi tvö lið til leiks og stóðu þau sig með mikilli prýði.