Frá því í byrjun júní hefur ungmennafélagið haldið úti fótboltaæfingum fyrir 13 ára og yngri á Rimum, öll miðvikudagskvöld. Síðasta æfingin fór fram 3. september síðastliðinn. Mætingin hefur verið góð í sumar og náði hámarki á síðustu æfingunni, þegar átján mættu. Eftir stuttan leik var sumrinu slúttað með hamborgurum Sólu og Friðriks.
Takk fyrir sumarið!