17. júní hlaup

Svarfdælir á hlaupaskónum

Þann 17. júní stóð frjálsíþróttadeild Umf. Svarfdæla fyrir víðavangshlaupi á fótboltavellinum á Dalvík og í næsta nágrenni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Sólveig Lilja Sigurðardóttir tók stóðu Svarfdælingar sig afar vel í hlaupinu og rötuðu margir liðsmenn í Umf. Þorsteini Svörfuði á verðlaunapall.