Íþróttaspriklið hefur haldið góðum dampi síðan í október. Vikulega mæta á bilinu 8-12 spriklarar í salinn á Rimum og gera ýmiskonar æfingar sér til skemmtunar og heilsubótar undir styrkri stjórn Jónu Heiðu.
Jólaspriklið fór fram fyrr í kvöld þar sem meðal annars var farið í stórfiskaleik og innikrullu - og endað í gufubaði.
Spriklið fer nú í verðskuldað jólafrí og hefst aftur 6. janúar 2026.