Nú um nokkurra ára skeið hefur (með hléum) staðið yfir vinna við gerð afmælisrits Umf. Þorsteins Svörfuðar, en félagið varð 100 ára í lok árs 2021 - og fékk þá eftirminnilega heillaskeyti frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta.
Margrét Guðmundsdóttir og Þórarinn Hjartarson frá Tjörn hafa síðustu misseri lagt lokahönd á handrit og myndauppröðun, en sem betur fer hefur nokkurt magn mynda úr sögu félagsins varðveist.
Gert er ráð fyrir að afmælisritið komi út í einhverju formi á árinu 2026.