Forsíða

Velkomin á heimasíðu Umf. Þorsteins Svörfuðar

Nýlegar fréttir

 • Myndir í afmælisrit Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður verður 100 ára á árinu 2021. Í tilefni komandi afmælisárs óskar stjórn félagsins eftir ljósmyndum tengdum störfum þess í gegnum tíðina sem kunna að leynast í fórum fólks. Hægt er að hafa samband í síma 846-1448 (Jón Bjarki) eða gegnum netfang félagsins tsv@umse.isStjórn Umf. Þ.Sv. 
  Posted Jul 16, 2020, 3:48 PM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
 • Fréttir af 99. aðalfundi Umf. Þ.Sv. Að kveldi þriðjudagsins 16. júní var 99. aðalfundur Umf. Þorsteins Svörfuðar haldinn. Í venjulegu árferði hefði fundurinn farið fram í mars eða apríl en vegna kórónaveirufaraldursins hafði ekki reynst unnt að halda fundinn fyrr en nú.  Fundurinn fór fram í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal og voru aðstæður með besta móti. Mæting á fundinn var framúrskarandi góð hjá stjórninni en þar að auki mættu fundargestir til fundar og var það ánægjulegt. Þess má til gamans geta að samkvæmt opinberri skráningu eru félagsmenn nú 93 talsins. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar: a.       að ekki verði innheimt árgjald fyrir árið 2020.b.      að félagið greiði æfinga- og keppnisgjöld fyrir félagsmenn sem stunda frjálsar íþróttir og/eða knattspyrnu undir handleiðslu menntaðs þjálfara. Upphæðin verði þó ...
  Posted Jul 16, 2020, 3:45 PM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
 • Íþróttaspriklið í pásu fram á haust Vegna COVID-19 kórónaveirufaraldursins var öllu íþróttastarfi hætt um miðjan mars. Gert er ráð fyrir að íþróttaspriklið vinsæla hefjist aftur á Rimum í október 2020. 
  Posted Jun 17, 2020, 2:59 AM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
 • Aðalfundur Umf. Þ.Sv. 2020 Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður heldur aðalfund sinn á Rimum þriðjudagskvöldið 16. júní næstkomandi kl. 20:30.Dagskrá fundarins: 1. Fundargerð síðasta aðalfundar2. Skýrsla stjórnar3. Reikningar4. Tillögur 5. Kosningar6. Inntaka nýrra félaga7. Skipan nefnda8. Önnur málJafnframt verður boðið upp á pítsu. Vonumst til að sjá sem flesta.Stjórnin
  Posted Jun 17, 2020, 2:56 AM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
 • Þrettándabrenna 11. janúar 2020 Þrettándabrenna Umf. Þorsteins Svörfuðar var haldin á Tungunum laugardagskvöldið 11. janúar. Upphaflega átti brennan að fara fram viku fyrr, laugardagskvöldið 4. janúar, en vegna slæmrar veðurspár og ófærðar var henni frestað. Vel tókst til með brennuhald og sá Björgunarsveitin á Dalvík um flugeldasýningu venju samkvæmt. 
  Posted Jun 17, 2020, 2:39 AM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
Showing posts 1 - 5 of 138. View more »


Comments