Forsíða

Velkomin á heimasíðu Umf. Þorsteins Svörfuðar

Nýlegar fréttir

 • Þrettándabrennu frestað um viku Góðan dag. Vegna slæmrar veðurspár og ófærðar hefur þrettándabrennu Umf. Þorsteins Svörfuðar sem fara átti fram laugardagskvöldið 4. janúar verið frestað um viku. Fyrirhugað er að brennan fari fram við Tunguréttina laugardagskvöldið 11. janúar kl. 20:30. Björgunarsveitin verður með flugeldasýningu venju samkvæmt. Rétt er að vekja athygli á því að Björgunarsveitin býður fólki að stækka sýninguna þegar fólk kaupir flugelda af sveitinni núna fyrir þrettándann.https://www.facebook.com/bjorgunarsveitin.dalvik/  Virðingarfyllst.Brennunefnd Umf. Þorsteins Svörfuðar
  Posted Jan 3, 2020, 7:32 AM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
 • Úrslit brúsmóts 2019 Hið árlega brúsmót Umf. Þ.Sv. var haldið á Rimum að kveldi 27. desember.Spilað var á 5 borðum líkt og í fyrra og var hart tekist á í spilamennskunni.Úrslit urðu sem hér segir:1. sæti JóSi 74 stig2. sæti Guðmar 71 stig3. sæti Team Guðleifur 65 stigKlórningarverðlaun, liðið JR.Stjórn Umf. Þ.Sv. þakkar spilurum fyrir þátttökuna. Meðfylgjandi er mynd af vinningshöfum kvöldsins. 
  Posted Dec 28, 2019, 2:21 AM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
 • Umf. Þ.Sv. fær styrk frá KEA KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði félagsins, sunnudaginn 1. desember síðastliðinn og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi. Þetta var í 86. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum. Auglýst var eftir styrkjum í október síðastliðnum og bárust 154 umsóknir. Úthlutað var tæpum 15 milljónum króna til 52 aðila.Styrkúthlutun tók til fjögurra flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Rannsókna- og menntamála, ungra afreksmanna og Íþrótta- og æskulýðsfélaga.Meðal þeirra aðila sem hlutu styrk að þessu sinni úr flokknum Menningar- og samfélagsverkefni var Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður vegna fyrirhugaðrar útgáfu 100 ára afmælisrits félagsins árið 2021. Einar Hafliðason gjaldkeri veitti styrknum viðtöku. Styrkvilyrðið er 250.000 kr. en áður hafði félagið fengið styrkvilyrði sömu fjárhæðar úr Fræðslu- og verkefnasjóði ...
  Posted Dec 22, 2019, 2:10 AM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
 • Þrettándabrenna 4. janúar 2020 Laugardagskvöldið 4. janúar n.k. verður hin árlega þrettándabrenna á vegum Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar haldin við Tungurétt í Svarfaðardal. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Að vanda verður björgunarsveitin með flugeldasýningu.
  Posted Dec 22, 2019, 1:51 AM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
 • Brúsmót á Rimum 27. desember Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður heldur sitt árlega brúsmót á Rimum föstudagskvöldið 27. desember kl. 20:30. Spilað verður eftir atbrúsreglum eins og á heimsmeistarmótinu. Mótsgjald er 500 kr. á mann, ekki posi á staðnum. Allir velkomnir. Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður
  Posted Dec 22, 2019, 1:48 AM by Umf. Þorsteinn Svörfuður
Showing posts 1 - 5 of 133. View more »


Comments