Æfingar á Rimum í vetur

Dagsetning birtingar: 1.10.2013 08:36:13

Íþróttaspriklið hefst aftur á Rimum þriðjudagskvöldið 8. október kl. 20:30 undir stjórn Sólu íþróttakennara.

Spriklið verður öll þriðjudagskvöld í vetur. Æfingarnar eru öllum félögum opnar og ókeypis.

Fótboltaæfingar á Rimum hefjast fimmtudagskvöldið 10. október kl. 20:30. Æfingarnar verða á fimmtudagskvöldum í vetur, amk. til að byrja með.