Hið árlega afmælisbrúsmót Umf. Þ.Sv. fór fram á Rimum að kveldi laugardagsins 27. desember. Spilað var á sex borðum og var gríðarlegt fjör í spilamennskunni. Keppnin var líka afar jöfn, jafnari en oft áður. Úrslitin urðu þessi:
1. sæti Team Guðleifur (Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson og Guðni Berg Einarsson) 91 stig.
2. sæti SoJó (Soffía Hreinsdóttir og Jónína Heiðveig Gunnlaugsdóttir) 89 stig
3. sæti Jósi (Jóhann Sveinbjarnarson og Sigurbjörn Hjörleifsson) 86 stig.
Við þökkum öllum sem mættu fyrir þátttökuna. Næsta brúsmót er sjálft heimsmeistaramótið, sem haldið verður á Rimum í mars 2026.