Æfingar í haust og vetur

Dagsetning birtingar: 18.9.2013 22:50:28

Gert er ráð fyrir því að íþróttaspriklið vinsæla undir stjórn Sólu í Jörfatúni hefji aftur göngu sína í byrjun október á Rimum.

Æfingarnar eru ókeypis og öllum opnar.

Fótboltaæfingar innandyra á Rimum hefjast í október og verða nánar auglýstar síðar.

Þær æfingar eru einnig ókeypis.