Ársþing UMSE 16. mars

Dagsetning birtingar: 10.3.2013 11:49:51

92. ársþing UMSE fer fram í Valsárskóla á Svalbarðsströnd laugardaginn 16. mars n.k.

Þingið hefst kl. 10:00. Á þinginu verða lagðar fram ýmsar reglugerða- og lagabreytingar. Auk þess liggja fyrir þinginu tillögur sem koma til með að móta starf sambandsins næsta árið.

Í kaffisamsæti þingsins verður kjöri íþróttamanns UMSE 2012 lýst og veittar verða viðurkenningar fyrir góðan íþróttaárangur á síðasta ár.