Auglýsing frá þorrablótsnefnd

Þorrablót Svarfdælinga fer fram á netinu laugardagskvöldið 5. febrúar næstkomandi. Vegna samkomutakmarkana hefur þorrablótsnefnd þennan háttinn á líkt og árið 2021. Áhugasömum "blótsgestum" er bent á að greiða fyrir þorrablótsmiðann með því að leggja inn á reikning Umf. Þorsteins Svörfuðar, 0177-26-576, kt. 560694-2969 í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 3. febrúar, sbr. meðfylgjandi auglýsingu frá nefndinni.