Auglýst er eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE

Dagsetning birtingar: 12.11.2013 22:55:39

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni.

Umsóknarfrestur í sjóðinn er til og með 1. desember n.k. og verður úthlutað úr sjóðunum 15. desember.

Vakin er athygli á því að að þessu sinni er úthlutað í samræmi við nýja og mikið breytta reglugerð sjóðsins og er hún aðgengileg á vefsíðu UMSE.

http://www.umse.is/reglugerdhir/afreksmannasjodhur-umse

Einnig er að finna á vefsíðunni umsóknareyðublað sjóðsins.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri UMSE í síma 868-3820 eða á umse@umse.is