Brúsmót Umf. Þ.Sv. 2013

Dagsetning birtingar: 28.12.2013 15:29:37

Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður hélt Brúsmót á Rimum að kvöldi 27. desember. Þetta er þriðja árið í röð sem ungmennafélagið stendur fyrir Brúsmóti sem þessu. Í fyrri tvö skiptin hafði liðið Guðmar, skipað þeim Guðrúnu Ingvadóttur og Margréti Birnu Kristinsdóttur borið sigur úr býtum - og fór einnig svo nú.

Spilað var á fimm borðum eftir nokkur neyðarsímtöl - og var hart barist í spilamennskunni. Héðan í frá er stefnt að því að mótið verði haldið árlega að kvöldi þriðja í jólum - og mun mótið vonandi eflast þegar fram líða stundir.

Mynd af verðlaunahöfum kvöldsins er í viðhengi hér neðst í fréttinni (photo).

1. sæti Guðrún Ingvadóttir, Margrét Birna Kristinsdóttir

2. sæti Karl Heiðar Friðriksson og Hjörtur Þórarinsson

3. sæti Þorsteinn Mikael Gunnlaugsson og Ómar Hjalti Sölvason

Klórningaverðlaun Zophonías Jónmundsson og Hjörleifur Sveinbjarnason