Feikisterku brúsmóti Umf. Þ.Sv. lokið

Dagsetning birtingar: 27.12.2016 23:53:02

Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður stóð í kvöld fyrir sínu sjötta árlega brúsmóti á Rimum. Spilað var á sjö borðum sem er met þátttaka á þessu móti. Til leiks voru mættar margar helstu brúskempur byggðarlagsins og voru sýnd góð tilþrif í spilamennskunni.

Að loknum 10 umferðum varð niðurstaðan þessi:

1) Siddi og Jói 85 stig

2) Kalli og Gunni 82 stig

3) Gréta og Jónína 74 stig

Klóraðir þrisvar sinnum: Daði og Eiður & Baldur og Sveinn.

Sigurvegararnir fá að geyma verðlaunabikarinn góða í eitt ár áður en kemur að titilvörninni.

Við óskum verðlaunahöfum til hamingju og þökkum öllum brússpilurunum kærlega fyrir þátttökuna!

Stjórn Umf. Þorsteins Svörfuðar

Meðfylgjandi er mynd af verðlaunahöfum kvöldsins.