Fótboltaæfingar

Dagsetning birtingar: 23.5.2013 08:24:38

Fótboltaæfingar Umf. Þorsteins Svörfuðar innandyra á Rimum munu halda áfram út maí mánuð.

Enn er talsverður snjór á grasvellinum ofan við félagsheimilið en þó hefur snjórinn minnkað mikið og fer vonandi að mestu þegar hlýnar á ný.

Reynt verður að taka nokkrar æfingar utandyra áður en þátttaka í utandeild KDN hefst, en fyrsti leikur er fyrirhugaður í Boganum fimmtudagskvöldið 6. júní.

Það verður nánar auglýst síðar.