Knattspyrnumót UMSE 2018
Dagsetning birtingar: 2.10.2018 21:51:24
Hið árlega knattspyrnumót UMSE og Bústólpa var haldið á íþróttavellinum við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit þriðjudaginn 4. september. Að þessu sinni var spilað í fimm flokkum eða frá 7. flokki þar sem börn fædd 2010 og síðar kepptu og upp í 17-18 ára flokk. Á mótinu tóku þátt yfir 100 keppendur frá fjórum félögum; Umf. Samherjum, Umf. Smáranum, Umf. Þorsteini Svörfuði og Umf. Smára í Varmahlíð. Liðinu á mótinu voru 14 talsins og spilað var á þremur keppnisvöllum. Verðlaunabikarar voru veittir fyrir sigur í 2.-3. og 4. flokki og stóð Umf. Þorsteinn Svörfuður uppi sem sigurvegari. Veitt voru þátttökuverðlaun fyrir 5. flokk, 6. flokk og 7. flokk. Í mótslok var þátttakendum boðið upp á pítsu og svala. Mótið gekk vel að mestu og virtust flestir þátttakendur sem og aðstandendur vera ánægðir með hvernig til tókst.
Íþróttanefnd Umf. Þorsteins Svörfuðar þakkar fyrir knattspyrnusumarið 2018.
Meðfylgjandi eru myndir sem Friðrik Arnarson tók af keppendum Umf. Þorsteins Svörfuðar á mótinu á Hrafnagili.