Námskeið Evrópu unga fólksins

Dagsetning birtingar: 7.7.2015 22:55:57

6 áhugaverð námskeið í Evrópu

Life Love Youthpass - The Power of NFL - ATOQ - REGIONET – TOOL FAIR X - Employability: How does it work for You(th)?

Við erum að leita að réttu þátttakendunum til að senda á þessi frábæru námskeið og hver veit nema þú sért manneskjan sem við erum að leita að.

Þeir sem fara á námskeið á vegum Evrópu unga fólksins greiða 10% af ferðakostnaði í þátttökugjald en fá styrk fyrir öllum öðrum kostnaði, nema ef annað er tekið fram.

Nánari upplýsingar hvernig sækja á um námskeiðin ásamt lista yfir öll þau námskeið sem Evrópa unga fólksins styrkir íslendinga til þátttöku á má finna á:http://www.euf.is/category/namskeid

Life Love Youthpass 2

Fyrir: Fulltrúa EVS samtaka, EVS mentora.

Markmið:Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á lærdóm EVS sjálfboðaliða og hvernig best er hægt að styðja við þann lærdóm og aðstoða sjálfboðaliða við að nýta Youthpass til að staðfesta eigin lærdóm.

Hvar: Malaga, Spáni

Hvenær: 2. september – 7. september 2015

Umsóknarfrestur: 5. júlí 2015

Skoða nánar/sækja um

The Power of Non Formal Education

Fyrir: Þá sem vilja læra meira um óformlegt nám og námsaðferðir

Lýsing: Á námskeiðinu eru áherslur og aðferðir í óformlegu námi skoðaðar með það að markmiði að þátttakendur geti öruggir beitt slíkum aðferðum með sínum ungmennum

Hvar: Ítalíu

Hvenær: 23. – 28. október 2015

Umsóknarfrestur: 20. júlí 2015

Skoða nánar/sækja um

ATOQ

Fyrir: Þá sem hafa tekið þátt í framkvæmd á minnst einu ungmennaskiptaverkefni og vilja gera það aftur.

Markmið: Að bæta gæði ungmennaskipta með því að leiða saman einstaklinga sem hafa reynslu af skipulagningu verkefna og fá þá til að deila reynslu sinni, læra hverjir af öðrum og fá nýjar hugmyndir.

Hvar: La Rochelle, Frakklandi

Hvenær: 6.-11. október 2015

Umsóknarfrestur: 19. ágúst 2015

Skoða nánar/sækja um

REGIONET – Introductory TC on Youth Exchanges

Fyrir: Þá sem stafa með ungu fólki, verkefnastjóra, ungt fólk 18+

Markmið:Að gefa þeim sem ekki hafa reynslu af ungmennaskiptum tækifæri til að hitta mögulega samstarfsaðila og skapa með þeim hágæða ungmennaskipti.

Hvar: Varsjá, Póllandi

Hvenær: 27. – 31. október

Umsóknarfrestur: 21. ágúst

Skoða nánar/sækja um

TOOL FAIR X – Cross the line

Fyrir: Alla þá sem tengjast æskulýðsstarfi og vilja læra eitthvað nýtt.

Lýsing: Á þessari ráðstefnu eru stefnur og straumar í óformlegu námi og æskulýðsstarfi skoðuð á markaðstorgi hugmynda og “tilraunastofum” þar sem hægt er að kynna sér hinar ýmsu aðferðir, tæki og tól.

Hvar:Búdapest, Ungverjalandi

Hvenær: 8. – 12. desember 2015

Umsóknarfrestur: 5. september 2015

Skoða nánar/sækja um

Employability: How does it work for You(th)?

Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki

Markmið:Að gefa þátttakendum færi á að kynnast því hvernig æskulýðsstarf getur stuðlað að ráðningarhæfi ungs fólks með því að draga fram þekkingu þeirra og lærdóm.

Hvar: Beaufort, Lúxemborg

Hvenær: 27. október – 1. nóvember 2015

Umsóknarfrestur: 5. september 2015

Skoða nánar/sækja um

Nánari upplýsingar veitir Sabína Steinunn Halldórsdóttir

Landsfulltrúi UMFÍ / National Representative

sabina(hjá)umfi.is