Síðasta fótboltaæfing sumarsins 2023

Að kveldi 30. ágúst fór fram síðasta fótboltaæfing sumarsins á vellinum við Rima. Frá því um miðjan júní hafa verið tvær vikulegar æfingar á vellinum, annars vegar 12 ára og yngri og hins vegar 13 ára og eldri. Mætingin í sumar hefur verið góð en það eru allir velkomnir á þessar æfingar - sem eru í boði Umf. Þorsteins Svörfuðar. 

Síðustu æfingu 12 ára og yngri lauk með hamborgaraveislu sem Sóla og Friðrik í Jörfatúni höfðu veg og vanda af. 

Takk fyrir sumarið!