Skemmtihelgi Ungmennaráðs UMFÍ

Dagsetning birtingar: 30.10.2013 21:51:28

Langar þig að prófa eitthvað

nýtt og skemmtilegt?

Hvernig væri að skella sér aðeins burt yfir helgina 15.-17. nóvember með hressu ungu fólki og prófa eitthvað öðruvísi og skemmtilegt?

Helgina 15.-17. nóvember hefur Ungmennaráð UMFÍ skipulagt skemmtihelgi á Sólheimum á Grímsnesi

sem verður uppfull af skemmtun.

Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin.

Dagskráin hefst föstudagskvöldið kl 20:00 á Sólheimum. Hópurinn hefur undanfari ár sameinast í bíla og ekið saman á skemmtihelgina ;)

Helgin kostar litlar 1500.kr á mann – gisting og matur. Greiða þarf það gjald inn á reikning UMFÍ sem er 130-26-100006 og senda kvittun á sabina@umfi.istil að skrá sig ;)

Til að kynna sér málin frekar er einnig hægt að hafa samband við: Sabínu í síma 568 2929 eða á sabina@umfi.is

Hlökkum til að heyra í þér,

Ungmennaráð UMFÍ