Team Guðleifur heimsmeistari í Brús 2022

Heimsmeistaramótið í Brús fór fram á Rimum að kveldi 20. apríl. Alls var spilað á fjórum borðum og var hart barist í spilamennskunni - enda um að ræða gríðarlega sterka keppni.

Að endingu fór það þannig að Team Guðleifur stóð uppi sem heimsmeistari og hreppti hinn eftirsótta gullkamb. Hlutu þeir Hjörleifur og Guðni 56 stig. Í öðru sæti varð liðið "Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka" með 53 stig og fráfarandi heimsmeistarar, liðið Guðmar, varð í þriðja sæti með 49 stig.