Þrettándabrenna 4. janúar 2020

Dagsetning birtingar: 22.12.2019 09:51:05

Laugardagskvöldið 4. janúar n.k. verður hin árlega þrettándabrenna á vegum Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar haldin við Tungurétt í Svarfaðardal. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Að vanda verður björgunarsveitin með flugeldasýningu.