Þrettándabrennu frestað um viku

Dagsetning birtingar: 3.1.2020 15:32:53

Góðan dag.

Vegna slæmrar veðurspár og ófærðar hefur þrettándabrennu Umf. Þorsteins Svörfuðar sem fara átti fram laugardagskvöldið 4. janúar verið frestað um viku. Fyrirhugað er að brennan fari fram við Tunguréttina laugardagskvöldið 11. janúar kl. 20:30. Björgunarsveitin verður með flugeldasýningu venju samkvæmt. Rétt er að vekja athygli á því að Björgunarsveitin býður fólki að stækka sýninguna þegar fólk kaupir flugelda af sveitinni núna fyrir þrettándann.

https://www.facebook.com/bjorgunarsveitin.dalvik/

Virðingarfyllst.

Brennunefnd Umf. Þorsteins Svörfuðar