UMSE óskar eftir tilnefningum í nefndir

Dagsetning birtingar: 7.5.2015 09:37:01

Stjórn UMSE óskar eftir tilnefningum frá aðildarfélögum UMSE til nefndarstarfa.

Nefndir UMSE eru liður í því að auka samráðsvettvang milli aðildarfélaga UMSE og styrkja þannig stoðir innrastarfs aðildarfélaganna og UMSE.

Óskað er eftir tilnefningum í eftirfarandi nefndir:

Badmintonnefnd

Blaknefnd

Borðtennisnefnd

Frjálsíþróttanefnd

Hestaíþróttanefnd

Knattspyrnunefnd

Sundnefnd

Unglingalandsmótsnefnd

Hafi einhver áhuga á þessu má hann/hún endilega hafa samband við stjórn Umf. Þorsteins Svörfuðar,

tsv@umse.is

Senda þarf tilnefningar fyrir 19. maí.