Unglingalandsmót um verslunarmannahelgina

Dagsetning birtingar: 19.7.2013 23:42:53

Unglingalandsmót UMFÍ, fer að venju fram um verslunarmannahelgina. Að þessu sinni á Höfn í Hornafirði.

Skráning fer fram á heimasíðu mótsins www.uml.is. Skráningarfrestur er til 27. júlí og fólk er hvatt til að skrá tímalega.

UMSE stefnir fylktu liði á mótið og verður okkar hluti með nokkuð hefðbundnu sniði. Samkomutjald verður á okkar svæði og hin árlega grillveisla verður á sínum stað á laugardagskvöldinu (frítt fyrir keppendur og börn, aðrir greiða 1.000.-) Þeir sem hafa hug á að vera með í grillinu eru beðnir um að láta vita á umse@umse.is.

Það eru allir hvattir til þess að fylgjast vel með heimasíðu UMSE, www.umse.is og fésbókarsíðunni nú í aðdraganda mótsins. Ef einhverjar spurningar varðandi mótið eða aðkomu UMSE á því, hikið ekki við að hafa samband í s: 8683820 eða í tölvupósti: umse@umse.is