Landsmótssjóður UMSE, auglýst eftir umsóknum

Dagsetning birtingar: 11.4.2015 09:49:02

Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum í Landsmótssjóð UMSE 2009.

Fyrri úthlutun ársins 2015 fer fram 1. júní n.k.

Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE – svo sem:

-Fræðslustarf – m.a. námskeiðshald og fyrirlestra fyrir þjálfara, leiðbeinendur, starfsmenn og/eða dómara, félagsmenn og iðkendur innan UMSE.

-Útbreiðslu- og kynningarstarf í því skyni að gera UMSE sýnilegra og vekja athygli á fjölþættu starfi sambandsins.

-Önnur verkefni sem sjóðsstjórn metur að séu til þess fallin að efla innra starf UMSE.

Vakin er athygli á því að sækja þarf um styrki á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna á vefsíðu UMSE www.umse.is.

Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl n.k.

Umsóknir berist skrifstofu UMSE Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri eða í tölvupósti á umse@umse.is.

Umsóknareyðublað, nánar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans er að finna á vefsíðu UMSE. http://www.umse.is/reglugerdhir/landsmotssjodhur-umse-2009

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri UMSE.