Utandeild KDN 2013

Dagsetning birtingar: 18.9.2013 22:56:53

Utandeild knattspyrnudómarafélags norðurlands lauk seinnipartinn í ágúst.

Leikinn var 7 manna bolti í Boganum á fimmtudagskvöldum í sumar og hélt Umf. Þorsteinn Svörfuður úti liði annað árið í röð.

Eftir mikið ströggl lengst af sigraði Þ.Sv. tvo síðustu leiki sína og endaði í 11. sæti af 14 liðum. Liðið Bumban á'þér frá Húsavík stóð uppi sem sigurvegari deildarinnar í ár.

Til stóð að halda lokahóf um mánaðarmótin ágúst/september eftir vel heppnað knattspyrnusumar en aflýsa varð hófinu vegna illviðris sem gekk yfir landið á þeim tíma.