Verndum þau

Dagsetning birtingar: 22.2.2016 13:03:44

UMSE mun í samstarfi við Æskulýðsvettvanginn standa fyrir námskeiðinu Verndum þau á Hrafnagili og Dalvík.

24. febrúar í Hrafnagilsskóla kl. 17:00 til 20:00.

25. febrúar í Dalvíkurskóla kl. 17:00 til 20:00.

Á námskeiðinu fjallar Þorbjörg Sveinsdóttir, starfsmaður Barnahúss og annar höfunda bókarinnar Verndum þau, um:

• tilkynningarskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum.

• líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar.

• úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn

Námskeiðið tekur um 3 klst. og er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa.

Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 23. febrúar. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Skráning fer fram hjá skrifstofu UMSE í tölvupósti umse@umse.is eða síma: 868-382

Nánari upplýsingar gefur skrifstofa UMSE.